Skotárás í gagnfræðaskóla

Tveir eru sárir eftir skotárás í gagnfræðaskóla í Kaliforníu fyrr í dag. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu. „Um er að ræða tvö fórnarlömb og byssumann sem var handtekinn,“ sagði lögreglumaður í samtali við fréttaveituna AFP.

Skotárásin var gerð í Taft Union-gagnfræðaskólanum um klukkan níu að morgni að staðartíma. Tuttugu mínútum eftir að skotmaðurinn hleypti af var búið að handtaka hann.

Taft er bær um 190 km frá Los Angeles.

Frekari upplýsingar hafa enn ekki komið fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert