Gáfu geisladiska með lögum Hitlersæskunnar

AFP

Um 50 þúsund geisladiskar sem áttu að innihalda jólalög og sendir voru af góðgerðarsamtökum til þýskra heimila, innihéldu í raun texta til stuðnings nasistum sem Hitlersæskan söng af miklum móð á sínum tíma.

Útvarpsstöðin NDR hefur eftir talsmanni góðgerðarsamtakanna SOS barnaþorp í Þýskalandi, sem sendu út diskana, að um skemmdarverk sé að ræða. Telur talsmaðurinn hugsanlegt að hægri öfgahópur standi þar að baki.

Barnaþorpin sem og framleiðslufyrirtækið sem gerði diskana hafa lagt fram kvörtun til yfirvalda í Munchen og segja að um hatursáróður sé að ræða.

Hitlersæskan var hópur innan nasistahreyfingarinnar þar sem ungt fólk var þjálfað í þeim tilgangi að þjóna þriðja ríkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert