Nauðgunum beitt sem vopni

Frá flóttamannabúðunum í Azaz í Tyrklandi, skammt frá landamærunum að …
Frá flóttamannabúðunum í Azaz í Tyrklandi, skammt frá landamærunum að Sýrlandi. Fjöldi kvenna og barna hafa flúið Sýrland vegna nauðgana. AFP

Nauðgun­um er beitt kerf­is­bundið í átök­un­um í Sýr­landi og eru ein helsta ástæða þess að tugþúsund­ir kvenna og barna hafa flúið til ná­granna­ríkj­anna Jórdan­íu og Líb­anons.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu mann­rétt­inda­sam­tak­anna In­ternati­onal Rescue Comm­ittee, IRC, sem birt var í dag. Sam­tök­in ræddu við fjölda sýr­lenskra kvenna sem nú haf­ast við í flótta­manna­búðum.

Í skýrsl­unni seg­ir að fjöldi kvenna og barn­ungra stúlkna hafi greint frá því að á þær hafi verið ráðist á al­manna­færi eða inni á heim­il­um þeirra, yf­ir­leitt af hópi vopnaðra manna. Stund­um hafi verið um hópnauðgan­ir að ræða og þær hafi verið framd­ar fyr­ir fram­an aðra fjöl­skyldumeðlimi. 

Fæst­ar kvenn­anna kæra glæp­ina, þar sem mik­il smán þykir að verða fyr­ir nauðgun. Marg­ar þeirra kvenna sem IRC ræddi við sögðust ótt­ast svo­kölluð „heiðurs­morð“, að þær yrðu myrt­ar af fjöl­skyldu sinna vegna þess að þær hefðu kallað skömm yfir fjöl­skyld­una. Þá voru barn­ung­ar stúlk­ur hrædd­ar um að þær yrðu að gift­ast inn­an tíðar til að tryggja heiður þeirra eft­ir að hafa verið nauðgað.

Í skýrslu IRC seg­ir að kon­urn­ar í flótta­manna­búðunum fái litla sem enga lækn­is­hjálp eða ráðgjöf, þar séu aðstæður afar ótrygg­ar og kon­ur verði þar fyr­ir of­beldi.

Flótta­manna­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að meira en 600.000 Sýr­lend­ing­ar hafi leitað hæl­is í ná­granna­lönd­un­um og í lönd­um Norður-Afr­íku. Stofn­un­in býst við því að fjöld­inn fari upp í 1,1 millj­ón í júní, ef átök­um linni ekki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert