Snjór lamar samgöngur í Tókýó

Miklar tafir urðu á umferð í Tókýó í Japan í dag eftir að fyrsti snjór vetrarins féll í borginni.

Lögregla þurfti víða að grípa inn og aðstoða ökumenn sem sátu fastir í umferðinni. Eins hafði verslunarfólk í nægu að snúast við að moka snjó fyrir framan verslanir sínar.

Japönsk flugfélög aflýstu yfir 460 flugferðum innanlands, flestum um flugvöllinn í Tókýó þar sem loka þurfti flugvellinum vegna snjókomu.

Eins þurfti að aflýsa lestarferðum þar sem spor þeirra voru á kafi í snjó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert