Fjölmargir látnir í Alsír

Frá gasorkuverinu í Alsír en það er í eigu Statoil
Frá gasorkuverinu í Alsír en það er í eigu Statoil AFP

Alsírsher hefur gripið til aðgerða gegn íslömskum vígamönnum sem halda fólki í gíslingu í gasorkuveri í Alsír. Herma heimildir Reuters-fréttastofunnar að margir séu látnir.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins herma heimildir að 34 gíslar og 14 mannræningjar hafi fallið í aðgerðum hersins gegn vígamönnunum. Áður hefur komið fram að tugir gísla hafi náð að flýja í morgun, þar af 30 Alsírbúar og 15 útlendingar, en mannræningjarnir höfðu áður greint frá því að 41 útlendingur væri í haldi þeirra.

Talsmaður mannræningjanna segir í viðtali við ANI-fréttastofuna í Máritaníu að þegar mannræningjarnir hafi reynt að flytja einhverja af gíslunum í bifreiðar til þess að koma þeim á öruggari stað hafi alsírski herinn gert loftárás. Bæði gíslar og mannræningjar féllu í árásinni en ekki liggur ljóst fyrir hversu margir eru látnir. Tveir létust við gíslatökuna í gær, Alsírbúi og Breti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert