Um fimmtíu látnir í Alsír

00:00
00:00

Talið er að um fimm­tíu hafi lát­ist, þar af flest­ir gísl­ar, í árás­um hers Als­ír á gas­vinnslu þar sem íslamsk­ir víga­menn höfðu tekið fjöl­marga starfs­menn í gísl­ingu. Mjög mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar hafa borist um aðgerðir hers­ins en sjö út­lend­ir gísl­ar lifðu árás­ina af. Þetta hef­ur ANI-frétta­stof­an eft­ir tals­manni mann­ræn­ingj­anna. Hann seg­ir að 34 gísl­ar hafi lát­ist og 15 mann­ræn­ingj­ar. 

Talsmaður­inn seg­ir að þrír Belg­ar, tveir Banda­ríkja­menn, einn Jap­ani og einn Breti hafi lifað af árás­ina. Það þýðir að all­ir Norðmenn­irn­ir sem voru í gísl­ingu eru látn­ir.

Fyrr í dag var greint frá því að fimmtán út­lend­ing­ar og 30 Als­ír­bú­ar hafi sloppið úr haldi mann­ræn­ingj­anna en það hef­ur ekki feng­ist staðfest hjá yf­ir­völd­um í Als­ír.

Meðal lát­inna er for­ingi mann­ræn­ingj­anna, Abu al-Baraa, sam­kvæmt frétt ANI, en AFP-frétta­stof­an seg­ir að ANI hafi mjög oft rétt­ar upp­lýs­ing­ar í mál­um sem tengj­ast al-Qa­eda og hóp­um sem tengj­ast hryðju­verka­sam­tök­un­um.

Gas­vinnsl­an er rek­in af BP, Statoil og Sonatrach. Í viðtali við Al-Jazeera fyrr í dag sagði al-Baraa að þeir krefðust þess að als­írski her­inn fari af vett­vangi svo hægt verði að hefja samn­ingaviðræður. Hann staðfesti í viðtal­inu þjóðerni gísl­anna en þeir eru frá Aust­ur­ríki, Nor­egi, Frakklandi, Banda­ríkj­un­um, Bretlandi, Rúm­en­íu, Kól­umb­íu, Taílandi, Fil­ipps­eyj­um, Írlandi, Jap­an, Suður-Kór­eu og Þýskalandi.

Ann­ar þekkt­ur öfgamaður, Mok­ht­ar Belmok­ht­ar, sem var áður einn af leiðtog­um hreyf­ing­ar inn­an al-Qa­eda, hef­ur einnig lýst yfir ábyrgð á hryðju­verk­un­um. Hann hef­ur áður tengst mann­rán­um í Als­ír, bæði á heima­mönn­um og út­lend­ing­um.

Upp­fært klukk­an 15:40

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Írlands hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu um að einn gísl­anna, sem er frá Norður-Írlandi en með írskt vega­bréf, sé slopp­inn úr haldi mann­ræn­ingj­anna og hann sé heill á húfi.

Kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að hann hafi haft sam­band við fjöl­skyldu sína og að ekk­ert ami að hon­um.

Hér er hægt að fylgj­ast með um­fjöll­un AFP

Af­ten­posten fjall­ar ít­ar­lega um málið

AFP
Teymið í norsku utanríkisþjónustunni sem kemur að gíslamálinu
Teymið í norsku ut­an­rík­isþjón­ust­unni sem kem­ur að gísla­mál­inu AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka