Aðgerðir enn í gangi í Alsír

„Aðgerðin var árangursrík. Hún gerði nokkra vígamenn óvirka og frelsaði hluta gíslanna. En því miður féll hluti þeirra og aðrir slösuðust þó svo að við höfum ekki nákvæma tölu á þeim. En vegna þess hve erfitt er að komast um húsið er aðgerðin ennþá í gangi og unnið er að því að frelsa alla gíslana,“ segir Mohamed Said, ráðherra samskiptamála í alsírsku ríkisstjórninni, í sjónvarpsviðtali við AFP-fréttaveituna um stöðuna við gasvinnsluverið í Alsír þar sem vígamenn halda fjölmörgum gíslum.

Á meðal þeirra eru nokkrir erlendir, en óvíst hve margir eru eftir. Upphaflega sögðust þeir vera með 41 erlendan gísl en nokkrir þeirra hafa komist á brott og aðrir fallið í átökum hers og öryggissveita við vígamennina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert