Sendinefnd frá Sameinuðu þjóðunum er snúin heim frá Íran án þess að samkomulag hafi náðst um skoðun á kjarnorkuáætlun ríkisins. Dvínandi vonir eru um að árangur náist með samningaviðræðum.
Bandaríski kjarnorkueftirlitsmaðurinn Herman Nackaerts leiddi stýrinefndina en það eina sem hann hafði í höndunum í dag var samkomulag um að nefndin mætti mæta aftur til Teheran hinn 12. febrúar.
„Enn er ágreiningur til staðar svo við gátum ekki lokið við þá skipulögðu nálgun að leysa útistandandi deilu um hugsanlegar hernaðarlegar hliðar kjarnorkuáætlunar Írans,“ sagði Nackaerts á flugvellinum í Vín í morgun við komuna til Evrópu.
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA fylgist náið með kjarnorkuframleiðslu Írans en vill einnig fá aðgang að kjarnorkuverum þar sem talið er víst að tilraunir hafi verið gerðar til framleiðslu kjarnorkuvopna fram til ársins 2003 hið minnsta og hugsanlega lengur.
Írönsk stjórnvöld neita því að hafa nokkurn tíma framleitt kjarnorkuvopn.