Frakkar staðfestu að her Malí hefði í dag náð á sitt vald borginni Konna í Malí, en íslamistar hertóku borgina sl. föstudag.
Eftir að Konna féll var talin mikil hætta á að íslamistar myndu gera tilraun til að hertaka Bamako, höfuðborg Malí.
Um 1.800 franskir hermenn eru núna í Malí og fleiri þjóðir hafa heitið að senda hermenn og hergögn til að berjast gegn íslamistum.