Boeing afhendir ekki fleiri vélar

AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ákveðið að stöðva afhendingar á nýjum 787 Dreamliner flugvélum eða þar til búið verður að leysa vandamál sem hafa komið upp vegna bilunar í rafgeymum vélanna.

Boeing segist ætla að halda áfram að smíða flugvélarnar en að fleiri vélar verði ekki afhentar viðskiptavinum fyrr en eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum verði búnir að gefa þeim grænt ljós.

Bandaríska loftferðaeftirlitið kemur nú að rannsókn málsins.

Búið er að kyrrsetja allar 50 Boeing 787 vélar sem hafa verið á flugi, eða frá því vél frá All Nippon Airways varð að nauðlenda í Takamatsu í suðvesturhluta Japans vegna bilunar sl. miðvikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert