Samþykkt að draga úr losun kvikasilfurs

Achim Steiner er framvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP).
Achim Steiner er framvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). AFP

Yfir 140 lönd hafa lagt bless­un sína yfir laga­lega bind­andi samn­ing um kvikasilf­ur, en til­gang­ur­inn er að draga úr magni kvikasilf­urs í um­hverf­inu.

Sendi­full­trúa ríkj­anna hitt­ust á fundi sem fram fór í Genf í Sviss. Þar voru aðgerðir til að draga úr notk­un kvikasilf­urs samþykkt­ar. Þetta var fimmti fund­ur­inn um málið, en viðræðurn­ar hóf­ust í Stokk­hólmi í Svíþjóð árið 2010.

Kveikj­an að viðræðunum eru vanda­mál vegna kvikasilf­ur­meng­un­ar sem vart verður alls staðar á jörðinni og staf­ar af því að kvikasilf­ur flyst auðveld­lega lang­ar leiðir með loft­straum­um. Alþjóðlegra aðgerða til að draga úr los­un er þörf til þess að sporna við meng­un­inni því aðgerðir inn­an ein­stakra ríkja hafa tak­mörkuð áhrif.

Kvikasilf­ur er hættu­legt heilsu manna og um­hverfi og hef­ur þann eig­in­leika að safn­ast fyr­ir í líf­rík­inu, einkan­lega í sjáv­ar­líf­ver­um þar sem styrk­ur þess get­ur farið yfir heilsu­vernd­ar­mörk. Börn eru sér­stak­lega viðkvæm fyr­ir kvikasilfri og einnig þurfa kon­ur á barneigna­aldri að forðast neyslu á mat sem inni­held­ur mikið kvikasilf­ur vegna nei­kvæðra áhrifa sem það get­ur haft á þroska heila og tauga­kerf­is fóst­urs í móðurkviði.

SÞ birtu ný­verið gögn sem sýna fram á að kvikasilf­ursmeng­un hafi auk­ist í mörg­um þró­un­ar­ríkj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert