Tóku sjö gísla af lífi

Þessir þrír menn voru í haldi íslamistanna fjóra daga. Til …
Þessir þrír menn voru í haldi íslamistanna fjóra daga. Til vinstri eru Bretarnir Peter og Alan. Lengst til hægri er Norðmaðurinn Oddvar Birkedal. Þeir sluppu allir ómeiddir. STR

Íslam­ist­arn­ir sem tóku gísla á gas­vinnslu­svæði í Als­ír fyr­ir helgi tóku sjö gísla af lífi í dag áður en sér­sveitarf­menn als­írska hers­ins gerðu árás á víga­menn­ina. Þetta er full­yrt í breska blaðinu Telepraph í dag.

Als­írski her­inn gerði árás á svæðið þar sem víga­menn­irn­ir voru eft­ir að hann fékk upp­lýs­ing­ar um að íslam­ist­arn­ir væru byrjaðir að taka gísla af lífi.

William Hague, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, seg­ir að fimm Bret­ar sem voru í haldi sé saknað og eins manns til viðbót­ar sem búi í Bretlandi. Staðfest er að einn Breti lést í gíslatök­unni.

BP seg­ist ekki vitað um ör­lög fjög­urra starfs­manna sinna sem störfuðu á svæðinu. Norsk stjórn­völd segja að fimm Norðmanna sem störfuðu hjá Statoil sé saknað og leitað sé allra leiða til að fá upp­lýs­ing­ar um ör­lög þeirra.

Stjórn­völd í Als­ír segja að 23 gísl­ar og 32 íslam­ist­ar hafi fallið í aðgerðum síðustu fjög­urra daga.

Í Tel­egraph seg­ir að íslam­ist­arn­ir hafi reynt að sprengja upp gas­vinnslu­stöðina áður en als­írski her­inn gerði árás. Íslam­ist­arn­ir voru bún­ir að koma fyr­ir jarðsprengj­um til að hamla því að her­inn gæti ráðist inn. Her­inn hef­ur fundið mikið af vopn­um sem víga­menn­irn­ir notuðu í árás­inni.

Nokkur hundruð Alsíringar voru um tíma gíslar vígamannanna.
Nokk­ur hundruð Als­ír­ing­ar voru um tíma gísl­ar víga­mann­anna. -
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert