Obama sór embættiseið

Barack Obama sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna með formlegum hætti í dag. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu í dag og var látlaus.

Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna skal forseti sverja embættiseið á hádegi 20. janúar. Þar sem 20. janúar bar upp á sunnudag mun forsetinn aftur sverja embættiseið fyrir framan landsmenn við hátíðlega innsetningarathöfn á morgun. Þá verður meira um dýrðir.

John Roberts, forseti hæstaréttar, stýrði athöfninni. Michelle Obama forsetafrú og dæturnar Sasha og Malia voru vottar auk annarra fjölskyldumeðlima og fréttamanna.

Forsetinn lagði hönd á biblíu, sem tilheyrir fjölskyldu Michelle Obama, og hét því að varðveita og vernda stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Hann mun endurtaka þessi orð við athöfnina á morgun og þá mun hann greina frá stefnu sinni næstu fjögur árin.

Michelle Obama og dætur forsetahjónanna fylgdust með.
Michelle Obama og dætur forsetahjónanna fylgdust með. AFP
Barack Obama við athöfnina í Hvíta húsinu í dag.
Barack Obama við athöfnina í Hvíta húsinu í dag. AFP
AFP
Obama mun svo endurtaka leikinn á morgun.
Obama mun svo endurtaka leikinn á morgun. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert