Unglingur grunaður um fjöldamorð

Talið er að morðinginn hafi skotið fimm til bana með …
Talið er að morðinginn hafi skotið fimm til bana með sjálfvirkum hríðskotariffli. AFP

Búið er að handtaka og ákæra bandarískan ungling sem er grunaður um að hafa myrt fimm, þar á meðal þrjú börn, með sjálfvirkum hríðskotariffli í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum.

Lögreglan í ríkinu greindi frá þessu í dag Hún segist hafa fundið lík karls, konu, tveggja ungra stúlkna og eins drengs á heimili í Albuquerque. Þá segir lögreglan að líkin hafi verið með mörg skotsár og að börnin hafi verið á grunnskólaaldri.

Talsmaður lögreglunnar segir að nokkur skotvopn hafi fundist á heimilnu, þar á meðal sjálfvirkur hríðskotariffill sem lögreglan telur að sé morðvopnið.

Lögreglan segist hafa mann í haldi sem sé á unglingsaldri, en lögreglan tekur fram að hann sé á bilinu 15 til 19 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir morð.

Ekki er búið að greina frá nafni eða aldri hinna látnu.

Morðin eru framin stuttu eftir að Obama Bandaríkjaforseti kynnti aðgerðir til að herða byssulöggjöf landsins. Tilgangurinn er að draga úr morðum sem eru framin í landinu með skotvopnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert