Búið að handtaka hinn skotmanninn

Lögreglan í Houston er nú með tvo menn í varðhaldi eftir að skotbardagi kom upp í Lone Star háskólanum í Texas. Þrír særðust í átökum sem upp komu á milli mannanna. Þá var fjórði maður fluttur á brott með sjúkrabíl eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Í fyrstu var óttast að um skotárás væri að ræða þar sem um utanaðkomandi skotmann væri að ræða. En svo var ekki og herma fregnir að skotbardagi hafi komið upp á milli tveggja manna eftir að rifrildi kom upp á bókasafni skólans. Við fyrstu sýn virðist sem þeir þrír sem særðust hafi ekki átt neitt sökótt við mennina.

Lögreglan hafði svo til strax hendur í hári annars skotmannsins. Hinn flúði inn í skóglendi og hafði sérsveit lögreglunnar hendur í hári hans fyrir stuttri stundu. 

CNN segir frá

Sjá einnig

Skotárás í háskóla Texas

Annars skotmanns leitað

Nemendur leiddir úr skólanum.
Nemendur leiddir úr skólanum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert