Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu segist fullviss um að Bretar verði áfram meðlimir í Evrópusambandinu þó David Cameron forsætisráðherra landsins hafi lofað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Breta í sambandinu.
Hann telur líklegt að Bretar velji að vera þar áfram en bætir við. „Það er ekki Evrópusambandinu til heilla að hafa óviljugar þjóðir í sambandinu,” segir Monti.
Hann segist fullviss um hagsæld Ítalíu felist í því að vera áfram ESB. Nær þrjú ár eru síðan evrukrísan skall á en 17 af 27 þjóðum ESB nota gjaldmiðilinn.
Hann telur að fjárhagsleg vandamál Ítalíu megi ekki rekja til vanda evrunnar. Heldur sé um að ræða óráðsíu sem rekja megi til stjórnar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra landsins.
Segir hann að Ítalir megi búast við bjartari tímum og telur að versti hjallinn í efnahagsmálum landsins sé að baki.