Flugvélin fór sjálf á loft

Flesland flugvöllur í Bergen.
Flesland flugvöllur í Bergen. mbl.is

Flugvél danska flugfélagsins Danish Air Transport tók völdin af flugmönnum og hóf sig sjálf á loft á Flesland flugvellinum í Bergen í Noregi. Engin slys urðu á fólki og ekkert tjón varð af. Talið er að þetta hafi gerst vegna ísingar á vélinni.

Um borð voru 24 farþegar og níu manna áhöfn.

Atvikið gerðist árið 2007, en skýrsla norsku flugslysanefndarinnar um málið var fyrst tilbúin í dag. Nefndin lítur atvikið afar alvarlegum augum og telur að vélin hefði auðveldlega getað steypst niður.

Atvik voru á þá leið að vélin ók eftir flugbrautinni og hóf sig á loft áður en hún hafði náð til þess tilskildum hraða. Flugmönnum vélarinnar tókst ekki að ráða við þetta, en tókst þó að halda vélinni stöðugri á lofti og flugu henni til Florø og lentu henni án vandræða.

Þegar þangað var komið var vélin rannsökuð í krók og kring en ekkert fannst að henni. Í skýrslunni kemur fram að líklegasta skýringin sé að vélin hafi ekki verið afísuð sem skyldi.

Frétt Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert