Hægt verði að yfirgefa evrusvæðið

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. AFP

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, telur að einstökum ríkjum evrusvæðisins ætti að vera heimilt að yfirgefa það. Þetta sagði ráðherrann í umræðum sem fram fóru í gær á Alþjóða efnahagsþinginu í Davos.

„Ég vil viðhalda evrusvæðinu eins og það er en ég tel hins vegar að við ættum ekki að standa í vegi fyrir ríki sem vill yfirgefa svæðið. Það ætti að vera mögulegt,“ sagði Rutte samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com.

Margir hafa spáð því undanfarin ár að eitt eða fleiri ríki evrusvæðisins ættu eftir að yfirgefa svæðið vegna efnahagserfiðleikanna innan þess og hefur einkum verið horft í því sambandi til Grikklands. Hins vegar hafa vonir aukist síðustu mánuði að ekki komi til þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert