30 látnir í óeirðum

Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir í óeirðum á götum úti í Kaíró í Egyptalandi eftir að dauðadómur var kveðinn upp yfir 21 fótboltabullu vegna blóðugra óeirða sem brutust út eftir fótboltaleik í febrúar 2012. Í átökunum létu 74 lífið.

Ekkert lát ætlar verða á óöldinni í Egyptalandi en í gær létust níu í mótmælum gegn Mohamed Morsi forseta en tvö ár eru liðin frá því Hosni Mubarak var steypt af stóli.

Á fjórða hundrað eru slasaðir eftir átökin í dag en allir þeir sem létust voru skotnir til bana samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði.

Óeirðirnar brutust út eftir leik al-Masry og al-Ahly á leikvandi í borgini Port Said. Stuðningsmenn heimaliðsins al-Masry ruddust inn á völlinn í lok leiksins og réðust á leikmenn gestaliðsins al-Ahly frá Kaíró og köstuðu grjóti og flugeldum að stuðningsmönnum liðsins. Öryggiverðir gerðu lítið til að hindra eða stöðva átökin.

Bullur dæmdar til dauða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert