Stuðningur Frakka við að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu fer minnkandi ef marka má tvær skoðanakannanir sem birtar verða í tveimur frönskum dagblöðum á morgun.
Le Parisien birtir á morgun skoðanakönnun sem bendir til þess að heldur fleiri Frakkar vilja nágrannana hinum megin Ermarsundsins yfirgefa ESB. Fyrr í vikunni hét David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, því að hann myndi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Breta í ESB á milli 2015 og 2017, að því gefnu að Íhaldsflokkurinn héldi völdum.
Í Skoðanakönnun sem Journal du Dimanche birtir á morgun eru 58% kjósenda fylgjandi áframhaldandi veru Breta í ESB en 42% eru því andsnúnir. Mikill munur er á skoðunum kvenna og karla.
Franskar konur eru fylgjandi veru Breta í ESB (69%) en 54% franskra karla vilja Breta út úr sambandinu.