Gjafmildur milljarðamæringur

Suður-afríski auðjöfurinn Patrice Motsepe er gjafmildur maður.
Suður-afríski auðjöfurinn Patrice Motsepe er gjafmildur maður. AFP

Suður-afrískur milljarðamæringur, Patrice Motsepe að nafni, tilkynnti í dag að hann myndi gefa helming allra auðæfa sinna til góðgerðarmála. Með því er hann að bregðast við áskorun auðmannanna Bill Gates og Warren Buffett, sem báðir hafa gert það sama og hafa hvatt aðra auðkýfinga til sömu gjafmildi.

Þeir Gates og Buffett komu á stofn samtökum sem heita Giving Pledge

Motsepe er í áttunda sæti yfir auðugustu Afríkubúana. Hann hefur auðgast á námuvinnslu og eru auðævi hans metin á 2,7 milljarða Bandaríkjadollara.

„Þörfin er mikil,“ sagði Motsepe í tilkynningu í dag og segir þar að féð verði notað til aðstoðar fátækum og illa stöddum Suður-Afríkumönnum. Meira en helmingur þjóðarinnar, eða um 26 milljónir landsmanna, býr við kjör sem skilgreind eru fyrir neðan fátæktarmörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert