Vilja hefna fjöldamorðanna

Hundruð ungmenna söfnuðust saman fyrir utan Yarmuk-skólann í Aleppo í Sýrlandi til að fylgjast með undirbúningi útfarar fórnarlamba fjöldamorðs sem þar var framið í vikunni.

Uppreisnarmenn segja að um 70 hafi fallið og að enn sé 40 saknað. Líkin eru flest af ungum karlmönnum og segja mannréttindasamtök að þeir hafi verið teknir af lífi.

Uppreisnarmenn vilja hefna fjöldamorðanna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert