Vilja 100% skatt á þá ríkustu

Wikipedia/Arne Hückelheim

Vinstri­flokk­ur­inn í Þýskalandi vill að sett­ur verði 100% skatt­ur á þá sem hafa meira en 500 þúsund evr­ur í árs­laun en það sam­svar­ar um 86,5 millj­ón­um króna. Fram kem­ur á frétta­vefn­um Thelocal.de að flokk­ur­inn hygg­ist fara fram með þá stefnu fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í land­inu sem fram fara í sept­em­ber.

„Til­lag­an bygg­ist á því að eng­inn ætti að hafa meira í tekj­ur en 40 sinn­um meira en lág­marks­laun,“ er haft eft­ir Katju Kipp­ing, ein­um af for­ystu­mönn­um Vinstri­flokks­ins. Skatt­inn á að nota til þess að fjár­magna vel­ferðakerfið í land­inu og fjár­festa í framtíð lands­ins seg­ir í stefnu­skránni.

Flokk­ur­inn á sæti á þýska sam­bandsþing­inu og í þing­um nokkra fylkja Þýska­lands en hef­ur hins veg­ar átt nokkuð erfitt upp­drátt­ar und­an­far­in miss­eri og ekki tek­ist að auka fylgi sitt vegna efna­hagserfiðleik­anna í Evr­ópu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka