Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segist tilbúinn til að fara fyrstur íranskra manna út í geim. Geimferðaáætlun landsins gerir ráð fyrir því að fyrsti maðurinn fari út í geim árið 2020.
Forsetinn sagði frá þessari ósk sinni við athöfn í Teheran þar sem tveir nýir gervihnettir voru afhjúpaðir. Hann sagðist þess fullviss að geimferðaráætlunin myndi standast.
„Ég er tilbúinn til að verða fyrsti Íraninn sem vísindamenn landsins fórna og að fara út í geim, þó að ég viti að það séu margir aðrir áhugasamir,“ sagði Ahmadinejad, að sögn breska dagblaðsins Telegraph.