Með lægri laun en embættismenn ESB

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Kansl­ari Þýska­lands, Ang­ela Merkel, er með lægri laun en ein­ir 4365 emb­ætt­is­menn Evr­ópu­sam­bands­ins en mánaðarlaun henn­ar eru 16.275 evr­ur sam­kvæmt frétt þýska dag­blaðsins Die Welt eða rúm­lega 2,8 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Fram kem­ur í frétt­inni að kjör emb­ætt­is­mann­anna séu ekki aðeins betri en Merkels í evr­um talið held­ur einnig vegna þess að þeir njóti víðtækra skattaí­viln­ana. Þannig borgi þeir til að mynda ekki tekju­skatt til heima­lands síns eða rík­is­ins sem þeir starfa í held­ur beint til Evr­ópu­sam­bands­ins en sá skatt­ur er mjög hóf­leg­ur.

Tekið er dæmi um hátt­sett­an stjórn­anda hjá Evr­ópu­sam­band­inu með um tólf und­ir­menn, sem er í hjóna­bandi og á eitt barn. Slík­ur ein­stak­ling­ur hafi í laun á mánuði 16.358 evr­ur fyr­ir skattaí­viln­an­ir. Kjör 79 hærra settra emb­ætt­is­manna hjá sam­band­inu eru enn betri en þeir eru með 21.310 evr­ur í mánaðarlaun, eða tæp­lega 3,7 millj­ón­ir króna, miðað við að slík­ur ein­stak­ling­ur sé barn­laus og hafi verið fjög­ur ár í starfi.

Þá seg­ir í frétt­inni að ef all­ar skattaí­viln­an­ir emb­ætt­is­manna Evr­ópu­sam­bands­ins eru tekn­ar með í mynd­ina séu tug­ir þúsunda emb­ætt­is­manna sam­bands­ins með hærri laun en leiðtog­ar ríkja þess sem og ráðherr­ar og ráðuneyt­is­stjór­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka