Hvalveiðar skattgreiðendum dýrar

Japanska hvalveiði- og rannsóknarskipið Nisshin Maru siglir úr höfn á …
Japanska hvalveiði- og rannsóknarskipið Nisshin Maru siglir úr höfn á eyjunni Innoshima. AFP

Hval­veiðiáætl­un Jap­ana kost­ar þarlenda skatt­greiðend­ur sem nem­ur 10 millj­ón­um banda­ríkja­dala á ári, að sögn þrýsti­hóps dýra­vernd­un­ar­sinna sem krefst þess að endi verði bund­inn á „deyj­andi iðnað“.

Sjóður­inn In­ternati­onal Fund for Ani­mal Welfare (IFAW) seg­ir að þær tekj­ur sem Jap­an­ir hafi upp úr sölu á hval­kjöti séu hverf­andi í sam­an­b­urðinn við kostnaðinn af því að reka og viðhalda flot­an­um.

„Hval­veiðiiðnaður­inn hef­ur verið rek­inn með tapi í yfir 20 ár,“ seg­ir Pat­rick Rama­ge talsmaður IFAW. „Það eru skatt­greiðslur sem hið góða fólk í Jap­an inn­ir af hendi sem held­ur hval­veiðiiðnaðinum á floti.“

IFAW sendi í dag frá sér skýrslu í Tókýó þar sem seg­ir að neysla á hval­kjöti hafi náð há­marki á 7. ára­tugn­um en stöðugt dreg­ist sam­an síðan og að Jap­an­ir eigi um 5.000 tonn af hval­kjöti á lag­er.

Þegar Afp reyndi að fá viðbrögð úr jap­anska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu feng­ust ekki önn­ur en yf­ir­lýs­ing um að jap­ansk­ar hval­veiðar séu gerðar í vís­inda­skyni og séu ekki iðnaður. Jap­anski hval­veiðiflot­inn er nú á sín­um ár­legu veiðum sem hefjast í des­em­ber í Suður­hafi þar sem tak­markið er að veiða um 1000 skepn­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert