Kona sem fékk enga umönnun lést

Fyrirtækið Carefirst24 lokaði starfsemi um miðjan janúar.
Fyrirtækið Carefirst24 lokaði starfsemi um miðjan janúar.

Bresk kona á áttræðisaldri sem var skilin eftir án lyfja, matar eða drykkjar í níu daga á heimili sínu lést á sjúkrahúsi. Fyrirtæki sem sinnti heimahjúkrun var lokað fyrr í þessum mánuði og enginn sinnt þörfum konunnar.

Fyrirtækið sem konan treysti á hét Carefirst24. 16. janúar gerði Útlendingastofnunin í Bretlandi húsleit hjá fyrirtækinu vegna þess að fyrirtækið var grunað um svik og að hafa i ráðið til sín innflytjendur sem ekki höfðu landvistarleyfi. Fyrirtækið hætti í kjölfarið starfsemi.

Gloria Foster var lögð inn á sjúkrahús fyrir tveimur vikum, eftir að hún fannst illa til reika á heimili sínu. Hún hafði þá verið matar- og lyfjalaus í níu daga. Í dag var upplýst að Foster hefði látist á spítalanum. Verið er að rannsaka andlát hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert