Nýskráningum bíla fækkaði mjög í nýliðnum janúarmánuði, að sögn þýska bílgreinasambandsins (VDA). Er þetta einn helsti mælikvarðinn á eftirspurn í þessari mikilvægu grein þýska hagkerfisins.
Samtals voru skráða 192.100 bifreiðar í janúar sem er 9,0% fækkun miðað við janúar árið 2012. Útflutningur á þýskum bílum dróst einnig saman í fyrsta mánuði ársins, eða um 8,0% og nam 310.700 eintökum.
Þá dróst framleiðsla í þýskum bílsmiðjum saman um 11% en þar rúlluðu 394.300 bílar af færiböndum í janúar.