Reyndi að myrða Dana sem gagnrýnir íslam

Lars Hedegaard
Lars Hedegaard

Danska lögreglan rannsakar nú tilraun til að myrða Lars Hedegaard, en hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á íslam. Hedegaard slapp ómeiddur.

Morðtilraunin átti sér stað á heimili Hedegaard í Kaupmannahöfn. Maður komst inn í húsið þar sem hann býr með því að halda því fram að hann væri póstur sem væri að koma með sendingu til Hedegaard.

Árásarmaðurinn skaut á Hedegaard en skotið virðist hafa farið örstutt framhjá höfði hans. Hann gerði síðan aðra tilraun til að skjóta hann, en þá stóð byssan á sér.

Hedegaard er sjötugur rithöfundur og sagnfræðingur. Hann er formaður samtaka sem berjast fyrir tjáningarfrelsi. Hann var árið 2011 dæmdur í sekt fyrir að móðga múslima. Samtökin sem hann er í forsvari fyrir stóðu árið 2009 fyrir herferð til stuðnings hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders sem hefur einnig gagnrýnt múslima.

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmörku, fordæmdi skotárásina í dag og sagði hörmulegt ef sá sem stóð að henni væri með þessu að reyna að koma í veg fyrir að Hedegaard gæti nýtt rétt sinn til að tjá sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert