Reyndi að myrða Dana sem gagnrýnir íslam

Lars Hedegaard
Lars Hedegaard

Danska lög­regl­an rann­sak­ar nú til­raun til að myrða Lars Hedega­ard, en hann er þekkt­ur fyr­ir gagn­rýni sína á íslam. Hedega­ard slapp ómeidd­ur.

Morðtil­raun­in átti sér stað á heim­ili Hedega­ard í Kaup­manna­höfn. Maður komst inn í húsið þar sem hann býr með því að halda því fram að hann væri póst­ur sem væri að koma með send­ingu til Hedega­ard.

Árás­armaður­inn skaut á Hedega­ard en skotið virðist hafa farið ör­stutt fram­hjá höfði hans. Hann gerði síðan aðra til­raun til að skjóta hann, en þá stóð byss­an á sér.

Hedega­ard er sjö­tug­ur rit­höf­und­ur og sagn­fræðing­ur. Hann er formaður sam­taka sem berj­ast fyr­ir tján­ing­ar­frelsi. Hann var árið 2011 dæmd­ur í sekt fyr­ir að móðga múslima. Sam­tök­in sem hann er í for­svari fyr­ir stóðu árið 2009 fyr­ir her­ferð til stuðnings hol­lenska stjórn­mála­mann­in­um Geert Wilders sem hef­ur einnig gagn­rýnt múslima.

Helle Thorn­ing-Schmidt, for­sæt­is­ráðherra Dan­mörku, for­dæmdi skotárás­ina í dag og sagði hörmu­legt ef sá sem stóð að henni væri með þessu að reyna að koma í veg fyr­ir að Hedega­ard gæti nýtt rétt sinn til að tjá sig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert