Fer Clinton í forsetaframboð 2016?

Ljósmynd sem sýnir viðmótið á vefsíðu Hillary Clinton, forrum utanríkisráðherra …
Ljósmynd sem sýnir viðmótið á vefsíðu Hillary Clinton, forrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Enn á ný eru komnar fram vangaveltur um hvort hún muni gefa kost á sér til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2016. Að hluta til eru þær komnar til af því að Hillary Clinton, fyrrum utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrum forsetafrú, opnaði heimasíðu áður en hún lét formlega af embætti ráðherra nú nýlega.

Vefsíðan www.hillaryclintonoffice.com sýnir reyndar einungis ljósmynd af Clinton og án gleraugnanna sem hún bar síðustu vikurnar í embætti í utanríkisráðuneytinu, en þar er einnig form til að hafa samband við ráðherrann fyrrverandi.

Á forminu sem fólk getur notað til að setja sig í samband við forsetafrúna fyrrverandi þarf að skrá hvort um sé að ræða að fólk vilji setja sig í samband við hana fyrir fund eða hvort um sé að ræða erindi frá fjölmiðlum.

Stofnuð degi áður en hún lét af embætti

Samkvæmt fréttamönnum í Bandaríkjunum mun vefsíðan hafa verið skráð formlega síðasta fimmtudag, 24 klukkutímum áður en Clinton lét af embætti helsta erindreka Bandaríkjanna og John Kerry tók við keflinu.

Clinton hefur fram að þessu sagt að hún hafi engin áform um að fara aftur í stjórnmál og bjóða sig fram til forseta árið 2016. Hún hefur enn fremur sagt að nú vilji hún hvíla sig eftir tvo áratugi í sviðsljósinu, eyða tíma í bókalestur og með fjölskyldunni.

Verður án efa eftirsóttur fyrirlesari

En sem stjörnu stjórnmálamaður leikur ekki á því nokkur vafi að hún mun verða mjög vinsæl og eftirsótt til að halda fyrirlestra og fyrir það mun hún geta sett upp há verð og hagnast vel.

Þá er það talið hafa verið til marks um vilja til þess að halda Clinton áfram í sviðsljósinu að eiginmaður hennar, Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, ásamt dóttir þeirra, Chelsea, sendu á fimmtudag út skilaboð í fjölmiðlum undir fyrirsögninni „Takk Hillary“ þar sem ár hennar fjögur í ráðuneytinu voru lofuð í hástert.

„Umbreytti aðferðum til að stunda erindrekstur“

„Við gætum ekki verið meira stolt af því sem hún hefur náð fram eða meira snortin af staðfestu hennar og vilja til að gera land okkar og heiminn sterkari, öruggari og betri,“ sögðu feðginin á blaðamannafund sem haldinn var af Clinton-stofnuninni.

„Hún umbreytti aðferðum til að stunda erindrekstur og til að vinna á málum á alþjóðavísu, með því að tala beint við fólk, taka tæknina í sínar hendur, nýta hagfræðina, menntun sína og orku til að bæta líf og styrkja samfélög um allan heim.“

Telja netfangasmölun hennar lið í undirbúningi framboðs

Skilaboðin sem voru send með tölvupósti til stuðningsmanna hvöttu þá einnig til að senda þakklætis skilaboð til Clinton og með því bæta enn frekar við langan lista hennar yfir tölvupóstföng stuðningsmanna, sem gárungarnir halda að það sé liður í því að undirbúa framboð hennar árið 2016.

Clinton með gleraugun sem hún notaði síðustu vikurnar í embætti.
Clinton með gleraugun sem hún notaði síðustu vikurnar í embætti. AFP
Forsetafrúin fyrrverandi. Ýmsir velta því nú fyrir sér hvort hún …
Forsetafrúin fyrrverandi. Ýmsir velta því nú fyrir sér hvort hún undirbúi forsetaframboð árið 2016. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert