Harðir bardagar í Damaskus

Sýrlenskir stjórnarandstæðingar í fjallahéraðinu Jabal al-Turkman í norðurhluta Sýrlands.
Sýrlenskir stjórnarandstæðingar í fjallahéraðinu Jabal al-Turkman í norðurhluta Sýrlands. AFP

Harðir bardagar geisa nú í Damaskus, höfuðborg Sýrlands og hafa 55 látist þar undanfarinn sólarhring. Þar af eru a.m.k. 19 almennir borgarar. Sprengjum stjórnarhersins rignir yfir borgina, á þau hverfi hennar í suður- og austurhlutanum þar sem stjórnarandstæðingar hafa haft yfirráð.

Þetta eru mestu átök sem verið hafa í borginni í marga mánuði.

Einnig var í nótt tekist á í Jobar héraði í austurhluta landsins og Tadamun, Assali, Qadam og Al-Hajar al-Aswad í suðurhlutanum.

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að a.m.k. 141 hafi látið lífið í landinu í gær; 36 almennir borgarar, 39 hermenn og 66 stjórnarandstæðingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert