Sjö stiga skjálfti við Salómonseyjar

Skemmdir urðu á heimilum fólks í jarðskjálftanum öfluga sem varð …
Skemmdir urðu á heimilum fólks í jarðskjálftanum öfluga sem varð fyrir þremur dögum. Myndin var tekin í gær í þorpinu Louva 6. febrúar. AFP

Öflugur jarðskjálfti varð skammt frá Salómonseyjum nú á fjórða tímanum. Að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar mældist skjálftinn sjö stig.

Þetta er einn af mörgum eftirskjálftum sem hafa orðið eftir að jarðskjálfti upp á átta stig reið yfir svæðið  á miðvikudag og kom af stað flóðbylgju sem varð a.m.k. þrettán að bana.

Jarðskjálftinn varð kl. 02:26 að nóttu að staðartíma (kl. 15:26 að íslenskum tíma) skammt frá Santa Cruz-eyjum, sem eru hluti af Salómonseyjum. Skjálftinn varð á 26 km dýpi. Ekki er talin hætta á að hættuleg flóðbylgja fylgi í kjölfar skjálftans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert