„Söguleg stórhríð“ í vændum

AFP

Á norðausturströnd Bandaríkjanna búa menn sig nú undir storm og stórhríð sem þegar hefur orðið til þess að aflýsa þurfti hundruðum flugferða. Búist er við því að fárviðrið valdi rafmagnsleysi og lami samgöngur þegar það gengur yfir í dag og á morgun.

Í Boston eru skólar lokaðir í dag en þar tók að bæta verulega í vind í nótt og í kjölfarið mun fylgja mikil snjókoma. Er búist við allt að 60 cm jafnföllnum snjó á sumum svæðum, samkvæmt BBC.

Bandaríska veðurstofan segir að nú komi saman tvö veðurkerfi þar sem heittempraðir- og heimsskautavindar mætist og valda „hugsanlega sögulegum“ stormi

Borgarstjóri Boston biður borgarbúa um að vera ekki á ferð að óþörfu og halda sig helst heima við. Í New York, þar sem fellibylurinn Sandy er enn í fersku minni, eru skólar opnir en borgarbúar eru beðnir um að búa sig undir það versta og verða sér úti um helstu nauðsynjar vegna hugsanlegs rafmagnsleysis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert