Varði notkun ómannaðra flugvéla

00:00
00:00

John Brenn­an, sem Barack Obama hef­ur út­nefnt sem næsta yf­ir­mann leyniþjón­ust­unn­ar CIA, varði notk­un Banda­ríkja­hers á ómönnuðum flug­vél­um í skýrslu­gjöf hjá öld­unga­deild þings­ins í gær­kvöldi. Hann vék sér einnig und­an því að til­greina hvort hann teldi kaf­fær­ing­ar sem yf­ir­heyrsluaðferð vera pynt­ing­ar.

Banda­ríkja­her hef­ur sent um 350 ómannaðar flug­vél­ar yfir Pak­ist­an frá ár­inu 2004, mest í for­setatíð Obama.

Brenn­an sagði að Banda­rík­in grípi ekki til slíkra vopna nema sem úr­slita­kost­ar og gæti þess vand­lega að stefna þeim ekki gegn al­menn­um borg­ur­um. Til­efni þess að Brenn­an var kallaður fyr­ir þing­manna­nefnd­ina er trúnaðargögn sem lekið var til þing­manna um beit­ingu ómannaðra flug­véla gegn Banda­ríkja­mönn­um sem vinni með Al-Qa­eda.

Brenn­an, sem er 57 ára, er helsti ráðgjafi Banda­ríkja­for­seta í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­um og var hátt sett­ur full­trúi CIA í for­setatíð Geor­ge W. Bush. Þegar hann hóf mál­flutn­ing sinn í gær­kvöld var hann ít­rekað truflaður af mót­mæl­end­um og varð það til þess að hlé var gert á skýrslu­gjöf­inni. Einn mót­mæl­enda hélt á skilti sem á stóð „Brenn­an = flug­véla­dráp“. 

Aðspurður um beit­ing svo nefndr­ar vatns­brettaaðferðar við yf­ir­heyrslu grunaðra hryðju­verka­manna sagði Brenn­an að slíkt væri „ámæl­is­vert og ætti aldrei að end­ur­taka“ en hann neitaði hins veg­ar ít­rekað að segja hvort það gæti tal­ist pynt­ing­ar. 

„Ég tjáði koll­eg­um mín­um mína per­sónu­lega skoðun og mót­mæli við þessu en ég reyndi ekki að stöðva þetta vegna þess að þetta var eitt­hvað sem verið var að gera í ann­arri deild [CIA] sem til­heyrði öðrum yf­ir­mönn­um,“ sagði Brenn­an.

Þá sagði hann að full­yrt hafi verið við sig hjá CIA í for­setatíð Bush að kaf­fær­ing­ar og aðrar harka­leg­ar yf­ir­heyrsluaðferðir gætu kallað fram „dýr­mæt­ar upp­lýs­ing­ar“. Hins veg­ar, eft­ir að hafa lesið 300 blaðsíðna út­drátt úr 6000 blaðsíðna skýrslu um yf­ir­heyrsluaðferðir CIA þá sé hann „ekki leng­ur viss um hver sann­leik­ur­inn er“.

Að sögn BBC gef­ur ekk­ert til kynna að öld­unga­deild­ar­nefnd­in muni setja sig upp á móti út­nefn­ingu Obama á Brenn­an sem yf­ir­manns CIA.

John Brennan gefur vitnisburð sinn fyrir öldungadeildinni um notkun ómannaðra …
John Brenn­an gef­ur vitn­is­b­urð sinn fyr­ir öld­unga­deild­inni um notk­un ómannaðra eld­flauga og pynt­inga. AFP
Mótmælandi truflar skýrslugjöf John Brennan og sakar hann um að …
Mót­mæl­andi trufl­ar skýrslu­gjöf John Brenn­an og sak­ar hann um að vera stríðsglæpa­maður. AFP
John Brennan gefur vitnisburð sinn fyrir öldungadeildinni um notkun ómannaðra …
John Brenn­an gef­ur vitn­is­b­urð sinn fyr­ir öld­unga­deild­inni um notk­un ómannaðra eld­flauga og pynt­inga. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert