Ísraelsher hrekur mótmælendur á brott

Grímuklædd palestínsk ungmenni kasta steinum í átt að ísraelskum hermönnum.
Grímuklædd palestínsk ungmenni kasta steinum í átt að ísraelskum hermönnum. JAAFAR ASHTIYEH

Ísraelsher neyddi í dag palestínska mótmælendur til þess að flytja sig á brott úr tjaldborg sem þeir höfðu sett upp til þess að sporna við nýrri landnemabyggð gyðinga á Vesturbakkanum.

Hermennirnir tóku niður tjöld á tveimur mismunandi stöðum í nágrenni borgarinnar Yatta og stugguðu fólki á brott. Allt fór friðsamlega fram á öðrum staðnum, en á hinum þurfti að dreifa mannfjöldanum með vatnsbyssum og handtaka sex manns, þar á meðal tvo ljósmyndara. Tveir mótmælendur særðust og voru fluttir á sjúkrahús í Hebron. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert