Heita milljón dollurum í fundarlaun

Hér má sjá ljósmynd af Dorner sem hefur verið dreift …
Hér má sjá ljósmynd af Dorner sem hefur verið dreift víða í Bandaríkjunum.

Borgarstjórinn í Los Angeles, Antonio Villaraigosa, tilkynnti í dag að milljón dollarar væru í boði fyrir hvern þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Christophers Dorners sem leitað hefur verið í Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Dorner sem er fyrrverandi lögreglumaður og meðlimur í sjóhernum er sakaður um að hafa myrt þrjá og slasað tvo aðra. 

„Við líðum ekki að öryggi borgaranna sé ógnað. Við líðum ekki að ró okkar sé raskað. Við líðum ekki að morðingi gangi laus,“ sagði borgarstjórinn á blaðamannafundi í dag. Hann greindi frá því að stjórnvöld á svæðinu, fyrirtæki, verkalýðsfélög, lögregla og tilteknir hópar samfélagsins hefðu tekið höndum saman og safnað peningunum sem lofað er fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Dorners.

Dorner hefur síðustu vikuna birt hótanir gagnvart lögreglumönnum og ástvinum þeirra á netinu. Þar heitir hann því að ná sér niður á þeim lögreglumönnum sem komu að brottrekstri hans árið 2008. Lögreglan í Los Angeles ásamt bandarísku alríkislögreglunni, hefur sérstakar gætur á yfir 40 manns sem talið eru að séu í sérstakri hættu. Suma þeirra hefur Dorner nafngreint í yfirlýsingum sínum á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert