Hneyksli vekur ekki upp hrossahlátur

Myndin er tekin í kjötvinnslu í Castelnaudary í suðausturhluta Frakklands. …
Myndin er tekin í kjötvinnslu í Castelnaudary í suðausturhluta Frakklands. Nautakjöt eða hrossakjöt? AFP

Hrossakjötshneykslið heldur áfram að vinda upp á sig í Evrópu. Nú hafa sex smásalar í Frakklandi innkallað vörur úr verslunum og þá hafa frönsk yfirvöld heitið því að hefja rannsókn innan fárra daga.

Þá hefur hátt settur breskur þingmaður gengið enn lengra en hann hefur farið fram á tímabundið bann á innflutningi kjöts frá öðrum Evrópusambandslöndum til Bretlands. Franskur ráðherra heldur því fram að bresk stjórnvöld hafi verið að ógna matvælaöryggi með því að þrýsta á að skorið verið niður í fjárlögum ESB-ríkja.

Nokkrar tegundir af tilbúnum matvælum hafa verið fjarlægðar úr hillum matvöruverslana í Bretlandi, Frakklandi og í Svíþjóð eftir að það kom í ljós að fyrirtæki, sem selja frosna matvöru, hafi verið að nota hrosskjöt í ýmsa tilbúna rétti í stað nautakjöts, líkt og segir í innihaldslýsingu á pakkningunum. Kjötið hefur verið rakið til Rúmeníu.

Sænska matvælafyrirtækið Findus hefur lagt fram formlega kvörtun í Frakklandi vegna málsins eftir að það kom í ljós að það það var engin tilviljun að hrossakjöt væri að finna í þeirra réttum. Kjötvinnslufyrirtæki í Frakklandi hefur sömuleiðis hótað að fara í mál við kjötbirgja í Rúmeníu.

Matvælakeðjan í Evrópu er mjög flókin og þetta mál sýnir það glöggt. Menn ráku slóðina frá Frakklandi til Rúmeníu í gegnum Kýpur og Holland. Yfirvöld í Rúmeníu hafa greint frá því að opinber rannsókn muni fara fram þar í landi.

Frönsku fyrirtækin Auchan, Casino, Carrefour, Cora, Monoprix og Picard tilkynntu í dag að þau mundu innkalla vörur frá Findus og franska matvælafyrirtækinu Comigel af ótta við að hrossakjöt leyndist í þeirra vörum.

Benoit Hamon, ráðherra neytendamála í Frakklandi, segir að frönsk stjórnvöld muni ekki hika við að grípa til lögsókna ef það kemur í ljós að fyrirtæki séu vísvitandi að beita neytendur blekkingum.

Mjög er þrýst á bresk stjórnvöld að þau grípi til aðgerða og hefji rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert