Refur réðst á ungbarn

Litla barnið með miklar umbúðir á höndinni.
Litla barnið með miklar umbúðir á höndinni. Skjáskot af Telegraph

Breska lög­regl­an seg­ir að ref­ur hafi ráðist á fjög­urra vikna gaml­an dreng á heim­ili hans í Bromley, sem er út­hverfi í suðaust­ur­hluta Lund­úna. Litli dreng­ur­inn var flutt­ur á slysa­deild en hann hlaut áverka á hendi.

Lög­regl­an seg­ir að árás­in hafi átt sér stað sl. miðviku­dag, en fyrst var greint frá henni í gær.

Bor­is John­son, borg­ar­stjóri Lund­úna, seg­ir að þetta hafi verið hræðileg árás. Hann tek­ur aft­ur á móti fram að slík­ir at­b­urðir heyri til al­gjörra und­an­tekn­inga en „við verðum að gera meira til að tak­ast á við refi í borg­ar­land­inu, sem er vax­andi vanda­mál“.

Lög­regl­an seg­ir að rann­sókn máls­ins standi yfir.

Frétta­skýr­andi breska rík­is­út­varps­ins seg­ir að móðir drengs­ins hafi verið heima hjá sér þegar hún heyrði hræðilegt ösk­ur. Hún hljóp til son­ar síns en þá sá hún að ref­ur­inn var bú­inn að draga dreng­inn úr barna­rúm­inu og niður á gólf. Þá var dýrið búið að læsa tönn­un­um í aðra hönd drengs­ins.

Móðirin hafi verið í áfalli en hún hafi gert allt sem hún gat til að losa hönd­ina úr kjafti refs­ins. Hann gafst að lok­um upp en þá var ljóst að barnið hafði hlotið al­var­lega áverka. Talið er að barnið hafi misst hluta af fingri en að lækn­um á St. Thom­as-sjúkra­hús­inu hafi tek­ist að sauma hann aft­ur á dreng­inn í aðgerð sem stóð yfir í þrjár klukku­stund­ir.

Borg­ar­stjór­inn seg­ir að hug­ur sinn sé hjá drengn­um og fjöl­skyldu hans.

„Þeir virðast vera krútt­leg­ir og róm­an­tíksk­ir en í raun eru ref­ir einnig plága og ógn, sér­stak­lega í borg­un­um okk­ar,“ sagði borg­ar­stjór­inn.

Víða í Evrópu má sjá refi í borgum. Þessi sást …
Víða í Evr­ópu má sjá refi í borg­um. Þessi sást ný­verið á gangi í Berlín, höfuðborg Þýska­lands. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert