Skyttan rýfur þögnina um bin Laden

Húsið í Abbottabad þar sem Osama bin Laden var í …
Húsið í Abbottabad þar sem Osama bin Laden var í felum. AFP

Banda­ríski sér­sveit­armaður­inn sem skaut Osama bin Laden, fyrr­ver­andi leiðtoga al-Qa­eda hryðju­verka­sam­tak­anna, til bana, ræðir at­vikið í viðtali við banda­rískt tíma­rit. Þar seg­ir hann frá því þegar hann skaut bin Laden þrem­ur skot­um og fjár­hags­vand­ræðum sín­um eft­ir að lét af her­mennsku, en hann er nú at­vinnu­laus.

Ekki er greint frá nafni manns­ins í viðtal­inu en fram kem­ur hvaða hlut­verki hann gengdi í aðgerðum Banda­ríkja­hers í maí árið 2011. Í viðtal­inu, sem birt­ist í banda­ríska tíma­rit­inu Esquire, kem­ur einnig fram að hann hafi mikl­ar áhyggj­ur af ör­yggi fjöl­skyldu sinn­ar.

„Hann virkaði ráðvillt­ur. Þá var hann mun hærri en ég átti von á,“ sagði hann um Osama bin Laden.

Bin Laden var í fel­um í húsi í Ab­botta­bad í Pak­ist­an. Í viðtal­inu kem­ur fram að sér­sveit­ar­menn­irn­ir hafi fundið hann á þriðju hæð húss­ins og þá hélt bin Laden um axl­ir yngstu eig­in­konu sinn­ar og ýtti henni í átt­ina að sér­sveit­ar­mönn­un­um. Þá seg­ir maður­inn að hriðskotariff­ill af gerðinni AK-47 hafi verið skammt und­an.

„Ég vissi ekki hvort hún var klædd í vesti [sprengju­vesti] og hvort verið væri að ýta henni svo þau yrðu bæði gerð að píslar­vott­um. Skammt frá hon­um er byssa. Hann er ógn. Ég verð að skjóta hann í höfuðið svo hann geti ekki sprengt sjálf­an sig í loft upp,“ seg­ir sér­sveit­armaður­inn.

„Á þess­ari sek­úndu skaut ég hann, tvisvar sinn­um í ennið. Bap! Bap! Annað skotið hæfði hann þegar hann var að falla niður. Hann hné niður á gólfið fyr­ir fram­an rúmið sitt og þá skaut ég hann aft­ur á sama stað,“ seg­ir hann.

„Hann var dauður. Hreyfðist ekki. Tung­an lafði út.“

Í viðtal­inu er sér­sveit­armaður­inn aðeins kallaður „Skytt­an“ og í því er fjallað um þá erfiðleika sem hann stend­ur fyr­ir í dag. Hann sé hetj­an óþekkta sem eigi eng­an líf­eyri, sé ekki sjúkra­tryggður og þá njóti fjöl­skyld­an hans ekki sér­stakr­ar vernd­ar.

Viðtalið ber yf­ir­skrift­ina „The Man Who Kil­led Osama bin Laden...is Screwed“, sem út­leggja mætti á ís­lensku sem „Maður­inn sem drap Osama bin Laden...er bú­inn að vera“.

Viðtalið kem­ur í kjöl­far bók­ar sem ann­ar sér­sveit­armaður, Matt Bis­sonn­ette, sendi frá sér í fyrra, en hann tók einnig þátt í aðgerðinni gegn bin Laden í Pak­ist­an. Bók hans bar titil­inn No Easy Deal og reitti hún marga emb­ætt­is­menn inn­an banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins til reiði, en þeir halda því fram að Bis­sonn­ette hafi heitið því fjalla ekki op­in­ber­lega um trúnaðar­upp­lýs­ing­ar.

Í Esquire eru fyrri frá­sagn­ir staðfest­ar sem segja frá því að aðrir sér­sveit­ar­menn hafi skotið lík bin Ladens margsinn­is eft­ir að hann féll til jarðar.

Í viðtal­inu seg­ir skytt­an að at­vikið hafi aðeins tekið um 15 sek­únd­ur. Menn hafi hins veg­ar orðið skelf­ingu lostn­ir þegar menn komust að því að Black Hawk herþyrla hefði brot­lent á lóðinni við húsið.

„Við eig­um aldrei eft­ir að kom­ast héðan,“ sagði skytt­an. „Ég hélt að við mynd­um þurfa að stela bíl­um og keyra til Íslambad. Því hinn val­kost­ur­inn var að vera á staðnum og bíða eft­ir pak­ist­anska hern­um. Þá varð ég áhyggju­full­ur.“

Þegar all­ir voru svo komn­ir á her­stöð í Jala­la­bad í Af­gan­ist­an þá sýndi skytt­an kven­kyns starfs­manni banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar (CIA), sem er nú orðin fræg í kjöl­far kvik­mynd­ar­inn­ar Zero Dark Thirty, lík hryðju­verka­leiðtog­ans.

„Við lit­um niður og ég spurði: „Er þetta þinn maður?“ Hún grét.“

„Þá tók ég skot­hylkið úr byss­unni minni og gaf henni það sem minja­grip. Það voru 27 byssu­kúl­ur eft­ir. „Ég vona að þú haf­ir pláss fyr­ir þetta í bak­pok­an­um þínum.“ Þetta var í síðasta sinn sem ég sá hana,“ seg­ir skytt­an í viðtal­inu.

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert