Þrír fórust í þyrluslysi í Bandaríkjunum

Þrír fórust þegar þyrla hrapaði nærri Los Angeles við tökur á raunveruleikaþætti fyrir sjónvarpsstöðina Discovery Channel.

Framleiðandi þáttanna var Eyeworks USA, en það fyrirtæki er best þekkt fyrir að framleiða þættina „The Biggest Loser“ fyrir NBC.

Rannsókn á slysinu stendur yfir og hefur ekkert verið gefið upp um mögulegar orsakir slyssins. Þyrlan fórst við búgarð nærri Los Angeles þar sem upptökur á þættinum fóru fram.

Fyrr í dag var sagt frá því á mbl.is að þyrla hefði farist í S-Kóreu þegar verið var að taka upp bílaþáttinn Top Gear.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka