Þrír fórust í þyrluslysi í Bandaríkjunum

Þrír fór­ust þegar þyrla hrapaði nærri Los Ang­eles við tök­ur á raun­veru­leikaþætti fyr­ir sjón­varps­stöðina Disco­very Chann­el.

Fram­leiðandi þátt­anna var Eyeworks USA, en það fyr­ir­tæki er best þekkt fyr­ir að fram­leiða þætt­ina „The Big­gest Loser“ fyr­ir NBC.

Rann­sókn á slys­inu stend­ur yfir og hef­ur ekk­ert verið gefið upp um mögu­leg­ar or­sak­ir slyss­ins. Þyrl­an fórst við búg­arð nærri Los Ang­eles þar sem upp­tök­ur á þætt­in­um fóru fram.

Fyrr í dag var sagt frá því á mbl.is að þyrla hefði far­ist í S-Kór­eu þegar verið var að taka upp bílaþátt­inn Top Gear.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert