Drakk tíu lítra af kóki á dag

Nýsjálensk kona drakk Coca-Cola í óhófi árum saman.
Nýsjálensk kona drakk Coca-Cola í óhófi árum saman.

Grunur leikur á að óhófleg neysla nýsjálenskrar konu á Coca-Cola hafi valdið dauða hennar, en konan innbyrti tíu lítra af drykknum daglega í áraraðir. 

Konan hét Natasha Harris og var þrítug átta barna móðir. Dánardómstjóri segir hana hafa þjáðst af ýmsum heilsufarsvandamálum sem rekja hefði mátt til óhóflegrar neyslu hennar á Coca-Cola, en dánarorsök hennar var hjartsláttartruflanir.

Hann segir að öll innihaldefni drykkjarins séu lögleg og að ekki væri við framleiðendur að sakast ef einhverjir kysu að neita drykkjarins í óhófi. Þó mætti kanna hvort sérstakra merkinga væri þörf.

Ættingjar Harris segja hana hafa verið kók-fíkil, sem þambaði drykkinn allan daginn og fékk fráhvarfseinkenni ef hún fékk hann ekki. Allar tennur hennar höfðu verið dregnar úr henni fyrir nokkru vegna þess að þær voru skemmdar vegna drykkjunnar og eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum.

Fjölskyldan segir að engin ástæða hafi verið til að hafa áhyggjur af Coca-Cola neyslu hennar, þar sem drykkurinn væri ekki merktur með varnaðarorðum um að hann gæti valdið heilsubresti. 

Framleiðendur Coca-Cola í Eyjaálfu segja í yfirlýsingu að sérfræðingum hafi ekki borið saman um dánarorsök Harris.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert