Nærri 70 þúsund látnir í Sýrlandi

Sýrlenskir uppreisnarmenn sjást hér um borð í skriðdreka sem þeir …
Sýrlenskir uppreisnarmenn sjást hér um borð í skriðdreka sem þeir náðu af stjórnarhermönnum. AFP

Sýrlenskir uppreisnarmenn hafa náð herflugvelli á sitt vald í Al-Jarrah sem er i Aleppo-héraði, en þeir halda áfram að sækja í sig veðrið. Þeir náðu m.a. herþotum á sitt vald. Sameinuðu þjóðirnar segja að nærri 70.000 hafi látist í átökunum sem hófust í mars árið 2011.

Uppreisnarmennirnir héldu áfram að sækja fram eftir að vonir dvínuðu um að pólitísk lausn væri í sjónmáli. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, hefur hvatt ríkisstjórn Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, til að samþykkja boð um viðræður með leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Sýrlensk mannréttindasamtök segja að uppreisnarmennirnir hafi í fyrsta sinn komist yfir margar herþotur sem eru allar í flughæfu standi.

Talið er að tugir stjórnarhermanna hafi fallið í áhlaupi uppreisnarmanna. Aðrir hermenn á vellinum hörfuðu og skildu eftir sig skotfæri og vélarnar.

Skömmu síðar gerði sýrlenski flugherinn loftárásir á flugvöllinn í þeim tilgangi að stökkva uppreisnarmönnunum á flótta. Þá voru einnig gerðar loftárásir við alþjóðaflugvöllinn, en uppreisnarmenn hafa einnig sótt fram þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert