Bannað að reykja á almannafæri

Rússneska þingið hefur samþykkt frumvarp sem bannar reykingar á almannafæri. Nýju lögin eru umdeild í Rússlandi, en um 40% fullorðinna Rússa reykir.

Góð samstaða var um frumvarpið á þingi er 441 þingmaður studdi frumvarpið en aðeins einn greiddi atkvæði gegn því.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur lagt áherslu á að þingið verði að grípa til aðgerða sem stuðla að því að dregið verðu úr reykingum. Hann segir að árlega dragi reykingar um 400 þúsund Rússa til dauða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert