Rússneska þingið hefur samþykkt frumvarp sem bannar reykingar á almannafæri. Nýju lögin eru umdeild í Rússlandi, en um 40% fullorðinna Rússa reykir.
Góð samstaða var um frumvarpið á þingi er 441 þingmaður studdi frumvarpið en aðeins einn greiddi atkvæði gegn því.
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur lagt áherslu á að þingið verði að grípa til aðgerða sem stuðla að því að dregið verðu úr reykingum. Hann segir að árlega dragi reykingar um 400 þúsund Rússa til dauða.