Evrópusambandið og Bandaríkin munu hefja formlegar viðræður um gerð fríverslunarsamnings sem yrði þá stærsti viðskiptasamningu sögunnar.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynnti þetta í dag í kjölfar stefnuræðu Baracks Obama Bandaríkjaforseta, sem hann flutti í nótt að íslenskum tíma.
Náist samkomulag þá verða viðskiptahindranir á milli tveggja stærstu hagkerfa heims felldar niður, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.
Samkomlagið er metið á á um 455 milljarða evra á ári, sem jafngildir um 78 þúsund milljörðum kr.
„Framtíðarsamkomulag á milli tveggja mikilvægust efnahagsvelda heims mun marka tímamót, en það myndi styrkja hagkerfin beggja vegna Atlantshafsins,“ sagði Barroso í Brussel í dag.
ESB áætlar að samkomlagið myndi auka landsframleiðslu um 0,5% á ársgrundvelli.