NATO sakað um að drepa konur og börn

Tíu almennir borgarar, flestir konur og börn, létu lífið í loftárás NATO í Afganistan í nótt. Þetta tilkynntu stjórnvöld í Kabúl, um leið og þau fögnuðu yfirlýsingum Barack Obama Bandaríkjaforseta í stefnuræðu sinni um að fækka hermönnum í Afganistan um helming.

Talsmenn NATO segja að fullyrðingar um dauða almennra borgara séu teknar mjög alvarlega og verði rannsakaðar. Verði þær staðfestar er það enn eitt áfallið fyrir sameinaðar hersveitir NATO sem leiddar eru af Bandaríkjamönnum í baráttunni gegn talíbönum, sem stefnt er að því að ljúki í lok næsta árs.

Dauðsföll almennra borgara fyrir hendi NATO eru afar viðkvæmt mál sem forseti Afganistan, Hamid Karzai, fordæmir reglulega. Hann hefur oft sagt að stríðið gegn hryðjuverkum eigi ekki að vera háð í afgönskum þorpum. Hann fagnaði yfirlýsingu Obama í nótt um að 34.000 hermenn verði kallaðir heim á árinu.

Fimm börn létu lífið

Loftárásirnar voru framdar í skjóli nætur á grunaða felustaði talíbana í austurhluta landsins, að sögn yfirvalda í Afganistan. „Fimm börn, fjórar konur og einn karlmaður létu lífið í árásunum,“ ehfur Afp eftir héraðsstjóranum Sayed Fazulullah. Fjögur börn til viðbótar særðust.

Að auki féllu þrír foringjar talíbana, þar á meðal hinn aldæmdi herforingi Shahpoor sem talinn er tengjast Al-Qaeda. Ekki er ljóst hvort eigandi hússins sem sprengt var hafi tilheyrt talíbönum eða verið almennur borgari, en talíbanarnir voru í heimsókn þegar ráðist var á húsið.

Að sögn Afp þvinga talíbanar íbúa oft til að gefa sér mat og húsaskjól.

Tvær MI-35 árásarþyrlur og ANAAC MI-17 flutningaþyrla á alþjóðaflugvellinum í …
Tvær MI-35 árásarþyrlur og ANAAC MI-17 flutningaþyrla á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. AFP
Hamid Karzai forseti Afganistan fagnar yfirlýsingu Obama um að fleiri …
Hamid Karzai forseti Afganistan fagnar yfirlýsingu Obama um að fleiri hermenn verði kallaðir heim. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert