Hrossakjötsmálið nær til Noregs og Danmerkur

Þetta kjöt er hrossakjöt en auðvelt er að ruglast á …
Þetta kjöt er hrossakjöt en auðvelt er að ruglast á því og nautakjöti, sem er mun dýrara kjöt. INGO WAGNER

Mat­vöru­keðjan Rema 1000 í Nor­egi hef­ur fjar­lægt úr versl­un­um sín­um um 25 vöru­teg­und­ir vegna gruns um að í þeim sé hrossa­kjöt. Um er að ræða vör­ur eins og paté, pitsur, kjöt­boll­ur, pyls­ur og fleiri unn­ar kjötvör­ur. All­ar vör­urn­ar voru merkt­ar á þann veg að þær inni­héldu nauta­kjöt.

Mart­ina Rabsch, gæðastjóri hjá Rema 1000, seg­ir í sam­tali við Aften­posten að ekki hafi feng­ist staðfest að las­anja inni­héldi hrossa­kjöt. Það sé verið að rann­saka það.

Hrossa­kjöt hef­ur einnig fund­ist í frosnu las­anja í Nor­egi sem selt er und­ir vörumerk­inu First Price. Nor­ges­Grupp­en sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag um þetta mál, en fyr­ir­tækið rek­ur yfir 1.700 mat­vöru­versl­an­ir í Nor­egi.

Hrossa­kjötspitsur

Hrossa­kjöts­málið hef­ur einnig teygt anga sína til Dan­merk­ur. Slát­ur­hús á Jótlandi er grunað um að hafa blandað hrossa­kjöti í hakk og merkt það sem nauta­kjöt. Í bt.dk kem­ur fram að talið sé að kjötið hafi m.a. verið notað á pitsur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka