„Skuldakrísan hefur ekki verið leyst“

AFP

Ódýr lán frá Evr­ópska seðlabank­an­um kunna að hafa haft ró­andi áhrif á efna­hagserfiðleik­ana á evru­svæðinu en grund­vall­ar­vandi þess er enn til staðar. Rík­is­stjórn­ir hafa safnað of mikl­um skuld­um og hafa eng­ar áætlan­ir um það hvernig eigi að kom­ast út úr þeirri stöðu. Þetta er haft eft­ir Rai­mund Roeseler, fram­kvæmda­stjóra banka­eft­ir­lits hjá þýska fjár­mála­eft­ir­lit­inu BaF­in, í viðtali við frétta­vef­inn Eu­obser­ver.com.

„Skuldakrís­an hef­ur alls ekki verið leyst. Evr­ópski seðlabank­inn dældi fé inn í kerfið en það þýðir ekki sjálf­krafa að það sé gjald­fært,“ seg­ir Roeseler. Hann seg­ir að um­rætt fé, ódýr lán til banka á evru­svæðinu upp á 1.000 millj­arða evra, hafi leitt til þess að bank­arn­ir hefðu mikið af lausa­fé en þrátt fyr­ir það vildu þeir enn frek­ar geyma það hjá Evr­ópska seðlabank­an­um en hætta á að lána það til hver ann­ars vegna viðvar­andi van­trausts.

„Vanda­málið ligg­ur ekki aðallega hjá bönk­un­um held­ur ríkj­un­um. Það eru enn áhyggj­ur til staðar af greiðslu­færni ríkja [inn­an evru­svæðis­ins] og hvað ger­ist ef ríki lend­ir í vand­ræðum,“ seg­ir hann. For­gangs­mál sé að leysa skulda­vanda ríkj­anna en hann hafi hins veg­ar áhyggj­ur af því að fjár­magnið frá Evr­ópska seðlabank­an­um dragi úr þrýst­ingn­um á rík­is­stjórn­ir ríkj­anna að gera það.

Roeseler seg­ir að ein áhætt­an í stöðunni sé að þetta mikla lausa­fé kunni að leiða til nýrr­ar fjár­mála­bólu. Það sem verra væri þá væri eng­in áætl­un til staðar um það hvert ætti að beina öllu þessu fé. „Ódýr lán Evr­ópska seðlabank­ans voru meðal sem hjálpaði sjúk­lingn­um að ná sér en þau hafa líka skapað fíkn. Við þurf­um meðferð sem lækn­ar fíkn­ina án þess að drepa sjúk­ling­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert