Handteknir fyrir að boða kristni

Frá athöfn í Benghazi þar sem þess var minnst að …
Frá athöfn í Benghazi þar sem þess var minnst að tvö ár eru liðin frá því að byltingin í Líbíu hófst. ABDULLAH DOMA

Fjórir menn hafa verið handteknir í líbísku borginni Benghazi vegna gruns um að þeir hafi verið að boða múslimum kristna trú. Stjórnvöld í Líbíu hafa staðfest að mennirnir hafi verið handteknir.

Mennirnir eru frá Egyptalandi, S-Afríku, S- Kóreu og Svíþjóð. Talsmaður stjórnvalda segir að verið sé að rannsaka grun um að þeir hafi látið prenta og dreifa nokkur þúsund bókum um kristni. Hann segir að í múslímsku landi sé bannað að reyna að snúa fólki frá trú sinni.

Stjórnvöld í Líbíu segja að þegar mennirnir voru handteknir hafi þeir verið með um 45 þúsund eintök af bókum um kristni og talið sé að þeir hafi dreift um 25 þúsund bókum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert