Óheppileg auglýsing fyrir Nike

Oscar Pistorius.
Oscar Pistorius. AFP

Golfarinn Tiger Woods, hjólreiðakappinn Lance Armstrong og hlauparinn Oscar Pistorius eiga allir það sameiginlegt að ferill þeirra í íþróttum hefur orðið fyrir áföllum. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa allir komið fram í auglýsingum hjá íþróttavöruframleiðandanum Nike.

Pistorius kom frá í auglýsingu árið 2011 sem bar yfirskriftina „I am the bullet in the chamber“ („Ég er skotið í skothylkinu“). Auglýsingin er nöturleg í ljósi þess sem gerðist í síðustu viku, en Pistorius hefur verið ákærður í S-Afríku fyrir morð.

Tiger Woods var einnig með auglýsingasamning við Nike. Þeim samningi var þó ekki rift eftir í ljós kom að Woods hafði haldið fram hjá konu sinni.

Lance Armstrong þáði sömuleiðis greiðslur fyrir að koma fram í auglýsingum hjá Nike. Hann var á síðasta ári sviptur öllum titlum eftir að upplýst var að hann hefði notað ólögleg lyf til að bæta árangur sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert