Réttarhöld yfir Lieberman að hefjast

Réttarhöld yfir Avigdor Lieberman, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísraels, sem ákærður hefur verið fyrir fjársvik, hófust í Jerúsalem í dag. Lieberman sagði af sér embætti í desembermánuði vegna málsins og hugðist einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt.

Rannsókn á máli Liebermans hefur staðið lengi en um er að ræða fjármálahneyksli síðan fyrir rúmum áratug. Lieberman hefur ávallt neitað öllum ásökunum um spillingu og sagt að þær séu af pólitískum rótum runnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka